Skip to main content

FRESTAÐ: Charles Baudelaire et Caroline Aupick, l'idée si douce d'une mère

FRESTAÐ: Charles Baudelaire et Caroline Aupick, l'idée si douce d'une mère - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. mars 2020 17:00 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni af Hátíð franskrar tungu, mun bókmenntafræðingurinn Catherine Delons, sérfræðingur um Baudelaire, halda fyrirlestur á vegum námsleiðar í frönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands og Alliance française í Reykjavík. Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 18. mars á heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld – Húsi Vigdísar kl. 17-18 og ber yfirskriftina Charles Baudelaire et Caroline Aupick, l'idée si douce d'une mère.

Catherine Delons, rithöfundur og fræðikona, er sérfræðingur um eitt merkasta ljóðskáld Frakka á 19. öld, Charles Baudelaire. Í erindi sínu mun hún fjalla um samband Baudelaire við móður sína, Caroline Aupick, áhrif móðurinnar á hugarheim skáldsins og birtingarmyndir hennar í ljóðum þess.

Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku og er öllum opinn.

facebook

Catherine Delons:  Charles Baudelaire et Caroline Aupick, l'idée si douce d'une mère

Fyrirlestur: Charles Baudelaire et Caroline Aupick, l'idée si douce d'une mère