Fyrirlestur: Að temja sér að deyja og temja sér að undrast | Háskóli Íslands Skip to main content

Fyrirlestur: Að temja sér að deyja og temja sér að undrast

Hvenær 
18. september 2017 11:40 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging, stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 18. september n.k. heldur dr. Jón Ásgeir Kalmansson fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Að temja sér að deyja og temja sér að undrast.

Rétt iðkun heimspeki hefur í senn verið tengd við það að temja sér að deyja og vera dauður annars vegar og það að undrast hins vegar. Hvernig má það vera? Hvaða tengsl gætu verið milli dauðans og undrunarinnar. Í fyrirlestrinum verður sú hugmynd rædd að það að temja sér að deyja og að undrast varði hvort tveggja þá viðleitni að vekja og þroska athygli sýna með tilteknum hætti.

Dr. Jón Ásgeir Kalmansson lauk B.A. prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1992 og M.A. prófi í heimspeki frá University of British Columbia árið 1995. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2015 og nefnist doktorsritgerð hans „Siðfræði athyglinnar: Rannsókn á þýðingu athygli og ímyndunarafls í siðferðilegu lífi.“ Hann er nú nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Málstofan er öllum opin.

Netspjall