Skip to main content

Furðuverur og lifandi línur! Börn sýna list á Menntavísindasviði

Furðuverur og lifandi línur! Börn sýna list á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2019 14:00 til 15:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skáli

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í annað sinn taka Myndlistarskólinn í Reykjavík og Menntavísindasvið höndum saman um listsýningu barna. Sýningin „Furðuverur og lifandi línur“ er afrakstur myndlistarsmiðja Myndlistarskólans, þar sem börn koma reglulega í skólann ásamt kennurum sínum og vinna að fjölbreyttum verkefnum í fámennum hópum undir leiðsögn myndlistarmanna.

Listamennirnir á sýningunni „Furðuverur og lifandi línur“ koma úr 3. bekk Fossvogsskóla.

Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur um árabil átt í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur um að bjóða leik- og grunnskólum að taka þátt í myndlistarsmiðjum.

Samstarf Myndlistarskólans í Reykjavík og Menntavísindasviðs hófst á Barnamenningarhátíð vorið 2019 með sýningunni Fuglar og skuggar.

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 2. nóvember kl. 14.

Sýningin mun standa yfir fram í janúar 2020.

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 2. nóvember kl. 14.

Furðuverur og lifandi línur! Börn sýna list á Menntavísindasviði