Skip to main content

Fríða og Dýrið og önnur ævintýri kvenna í frönskum bókmenntum fyrri alda

Fríða og Dýrið og önnur ævintýri kvenna í frönskum bókmenntum fyrri alda - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. apríl 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ævintýri hafa alltaf verið vinsæl. Þau hafa gengið frá manni til manns, frá einni kynslóð til annarrar, á milli landa, tungumála og tekið á sig ólíkar myndir. Þegar konur í frönskum bókmenntum létu fyrst í sér heyra voru það einmitt ævintýri og sögur sem hin dularfulla skáldkona 12. aldar, Marie de France, endursagði og setti í nýjan búning. 

Nokkrum öldum síðar, þegar salónar urðu helstu samkomustaðir frönsku yfirstéttarinnar, urðu konur atkvæðamiklar í frönsku menningarlífi og létu til sín taka á ritvellinum. Meðal forvitnilegustu verkanna sem þær sendu frá sér voru ævintýri, sem urðu þó ekki eins fræg og þau sem samlandi þeirra Charles Perrault gaf út í lok 17. aldar en hann er til dæmis þekktur fyrir sögur sínar um Öskubusku og Rauðhettu. 

Eina undantekningin er ævintýrið um Fríðu og Dýrið sem flestir þekkja í dag sem Walt Disney teiknimynd, kvikmynd eða barnabók. Tvær konur eiga heiðurinn af þessari sögu, Madame de Villeneuve og Madame Leprince de Beaumont. 

Í fyrirlestrinum verður sagt frá ævintýraritun kvenna í Frakklandi og fjallað um höfunda Fríðu og Dýrsins. Skyggnst verður á bak við tjöld ævintýrisins og heimur þess skoðaður. Að lokum verður staldrað við grimmilegt hlutskipti Fríðu og Dýrsins í þessari sögu þar sem allt fer þó vel að lokum. 

Fríða og Dýrið og önnur ævintýri

Fríða og Dýrið og önnur ævintýri kvenna í frönskum bókmenntum fyrri alda