Skip to main content

FRESTAÐ um eitt ár // Uppbygging sjálfsaga í 20 ár - Afmælisráðstefna

FRESTAÐ um eitt ár // Uppbygging sjálfsaga í 20 ár - Afmælisráðstefna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. ágúst 2020 9:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Félagið Uppbygging sjálfsaga (Restitution Self Discipline) stendur fyrir afmælisráðstefnu í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

ATH. Ráðstefnunni hefur verið frestað um eitt ár vegna COVID-19.

SKRÁNING ER HAFIN

Á dagskrá ráðstefnunnar eru fjölmörg erindi sem höfða til allra sem láta sig leiðir til sjálfsuppbyggingar varða. Ráðstefnan er ætluð starfsfólki í skólum og lærdómsumhverfi barna og ungmenna, foreldrum og öllum þeim sem starfa að uppeldis- og menntamálum.

Heiðursgestir eru Diane Gossen, upphafskona  hugmyndafræðinnar um Uppbyggingu (Restitution) og samstarfskona hennar Judy Anderson. Þær munu flytja lykilerindi ráðstefnunnar og fjalla um sögu og hugmyndafræði uppbyggingarstefnunnar og tengsl hennar við hugmyndir frumbyggja í Kanada um samskipti og uppeldi.

Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið mun einnig halda lykilerindi sem hann kallar „Er agi siðferðilegt hugtak?“.

Eftir hádegi, að loknum lykilerindum geta ráðstefnugestir valið á milli styttri málstofa og menntabúða. Hver málstofa er 30 mínútur að lengd en menntabúðir verða opnar allan eftirmiðdaginn. Dagskrá málstofa og yfirlit yfir þátttakendur í menntabúðum verður aðgengilegt á heimasíðunni: www.uppbygging.is.

Ráðstefnugjald er kr. 7.900 er kaffi og hádegishressing innifalin í verði.

Erindi á málstofum:

Loftslagsvá, ábyrgð hvers?

  • Auður Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið

Skömmin

  • Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur og rithöfundur

Vaxandi hugarfar og uppbygging ábyrgðar og sjálfsaga

  • Hildur Karlsdóttir, grunnskólakennari og Erna I. Pálsdóttir, skólastjóri Álftanesskóla

Af hverju erum við að þessu?

Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri, Erna Sigrún Jónsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir, kennarar í Grunnskóla Suðureyrar.

Geðrækt í skólastarfi

  • Sigrún Daníelsdóttir frá Embætti landlæknis.

Tilfinningavandi - tilfinningarof

  • Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og fjölskylduráðgjafi hjá BUGL

Þátttakendur í Menntabúðum:

Dalvíkurbyggð – Starf með börnum og unglingum

Leikskólinn Arnarsmári í Kópavogi

Fjarðabyggð – Starf með börnum í leik- og grunnskólum.

Seyðisfjarðarskóli – leikskóla,- grunnskóla- og tónlistarskólastarfið

Grunnskóli Grindavíkur - Svona gerum við

Stykkishólmur – Uppeldi til ábyrgðar samofið skólastarfi

Grunnskóli Þorlákshafnar - Innleiðing og fyrstu skrefin

Hólabrekkuskóli - Svona gerum við

Auk þeirra munu Diane Gossen og Judy Anderson ræða við ráðstefnugesti í Menntabúðum.

Við hvetjum allt áhugafólk um uppbyggingarstefnuna til að taka daginn frá og mæta á 20 ára afmælisráðstefnu Uppeldis til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga á Íslandi.

SKRÁNING HÉR

Félagið Uppbygging sjálfsaga stendur fyrir afmælisráðstefnu í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Uppbygging sjálfsaga í 20 ár - Afmælisráðstefna