Frestað fram á haustið - Sveppasöfnun í Heiðmörk - Með fróðleik í fararnesti | Háskóli Íslands Skip to main content

Frestað fram á haustið - Sveppasöfnun í Heiðmörk - Með fróðleik í fararnesti

Hvenær 
19. ágúst 2020 17:00 til 19:00
Hvar 

Á einkabílum á bílastæði við Rauðhóla.

Nánar 
Brottför kl. 17 á einkabílum á bílastæði við Rauðhóla.

Svepppasöfn Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands er frestað um óákveðinn tíma vegna kórónaveirufaraldurs.

Sveppir eru sælgæti en það er betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason og fleiri sveppasérfræðingar frá Háskóla Íslands kenna okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sveppabækur og ílát.
Ekið í halarófu frá bílastæðinu við Rauðhóla lengra inn í Heiðmörkina. Gangan tekur um 2 klukkustundir.

Gangan er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands, Með fróðleik í fararnesti. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans við nánast hvert fótmál. Göngurnar hafa löngu unnið sér fastan sess en með þeim er aukið við þekkingu fólks, ekki síst ungmenna, á sama tíma og boðið er upp á holla og skemmtilega hreyfingu.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

Gísli Már Gíslason og fleiri sveppasérfræðingar frá Háskóla Íslands kenna okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð.

Sveppasöfnun í Heiðmörk - Með fróðleik í fararnesti