Skip to main content

Er meistararitgerð handan hornsins?

Er meistararitgerð handan hornsins? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. október 2019 11:40 til 12:20
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Komdu og fáðu hugmyndir að efni, kynnstu viðurkenningum Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi meistaraverkefni og fáðu að vita allt um nýja menntastefnu borgarinnar Látum draumana rætast! 

Viðburðurinn verður aftur seinna um daginn kl. 15.30-16.10 í H-203, bæði á íslensku og ensku.

 Renata Emilsson Pesková verkefnastjóri meistaranáms og Randi W. Stebbins forstöðumaður Ritvers Menntavísindasviðs kynna hugmyndabanka um meistaraverkefni og svara spurningum um ferli lokaverkefna og ráðgjöf sem meistaranemum stendur til boða. 

Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstjóri Nýsköpunarmiðju Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kynnir Menntastefnu borgarinnar og hugmyndir að lokaverkefnum tengdar innleiðingu hennar. Fríða Bjarney kynnir einnig viðurkenningar borgarinnar fyrir framúrskarandi lokaritgerðir. 

Vínber og súkkulaði í boði! Verið öll hjartanlega velkomin!

Renata Emilsson Peskova verkefnastjóri meistaranáms við Menntavísindasvið kynnir upplýsingaveitur og hugmyndir að spennandi viðfangsefnum meistaraverkefna. Kynning á Menntastefnu Reykjavíkurborgar „Látum draumana rætast" og á viðurkenningum fyrir framúrskarandi meistaraverkefni.

Framúrskarandi meistaraverkefni og gildi þeirra fyrir skóla- og frístundastarf