Skip to main content

Framtíðarfræði - hvað er það?

Framtíðarfræði - hvað er það? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Gimli

102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málstofa á vegum Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni.

Fyrirlesari: Karl Friðriksson, forstöðumaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands.

Fjallað verður um framtíðarfræði og framlag greinarinnar varðandi það að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar þ.e. mögulegar framtíðir. Farið verður yfir helstu aðferðir framtíðarfræða sem gera mögulegt að lágmarka áhættu við stefnumótun og nýsköpun.

Eru breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins það umfangsmiklar að þær ógni núverandi skipan atvinnugreina og á vinnumarkaði? Hversu mikil eru áhrifin á þjónustu fyrirtækja og hjá hinu opinbera? Með ofangreindar spurningar sem útgangspunkt er í fyrirlestrinum fjallað um framtíðarfræði og framlag greinarinnar varðandi það að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar þ.e. mögulegar framtíðir. Farið verður yfir helstu aðferðir framtíðarfræða sem gera mögulegt að lágmarka áhættu við stefnumótun og nýsköpun.

Framtíðarfræði - hvað er það?