Skip to main content

Frá kosningarétti til #metoo

Frá kosningarétti til #metoo - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. mars 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Lögberg

L-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna kynnir:

Miðvikudaginn 7. mars nk. kl. 12-13 í L-102 mun dr. Joan D. Mandle flytja erindið „From suffrage to #metoo“. [Frá kosningarétti til #metoo]
Fyrirlesturinn er á ensku.

Baráttan fyrir kynjajafnrétti er hnattræn, hún breiðist út milli menningarheima og heimsálfa en birtist á mismunandi hátt allt eftir sögulegu og samfélagslegu samhengi. Fyrsta bylgja kvennahreyfinga setti kosningarétt og kjörgengi kvenna á oddinn. Hálfri öld síðar börðust konur í annarri bylgju kvennahreyfinga gegn kynjamisrétti og kröfðust samfélagslegra réttinda. Árið 2017 brustu múrar samfélagsmiðla þegar #metoo hreyfingin fór eins og flóðbylgja um heiminn. Á tímum aukinnar íhaldssemi vaknar sú spurning hvort nýtt upphaf alþjóðlegrar kvennahreyfingar er að líta dagsins ljós eða hvort þetta er aðeins tálsýn.  

Dr. Joan D. Mandle er prófessor emerita í félagsfræði og mannfræði við Colgate háskóla þar sem  hún stýrði kynjafræðinámi og rannsóknastofu í kynjafræðum en nú er hún forstöðumaður the Democracy Matters Institute. Hún hefur verið gestaprófessor við the Institute for Social Change, Kaliforníu háskóla, Berkeley, the Women’s Leadership Institute við Mills College, Kaliforníu, auk þess sem hún hefur kennt við Penn State háskóla, í Tianjin í Kína og í Georgetown, Guyana. Meðal bóka Mandle má nefna Women and Social Change in America, Can We Wear Pearls and Still Be Feminists?, og Change Elections to Change America. Joan D. Mandle hefur fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín.

Dr. Joan D. Mandle

Frá kosningarétti til #metoo