Skip to main content

Frá hugmynd að veruleika – Ráðstefna til heiðurs Jóhanni P. Malmquist prófessors

Frá hugmynd að veruleika – Ráðstefna til heiðurs Jóhanni P. Malmquist prófessors - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. september 2019 13:30 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráðstefna til heiðurs Jóhanni P. Malmquist, prófessors í tölvunarfræði, verður haldin í hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 17. september kl. 13.30.

Nokkrir samferðarmenn og fyrrverandi nemendur Jóhanns taka til máls og að ráðstefnu lokinni verður kveðjukaffi honum til heiðurs en Jóhann er sjötugur í ár og lætur af störfum í haust.

Skráning fer fram hér – vinsamlegast skráið þátttöku fyrir kl. 12, mánudaginn 16. september.  

Dagskrá ráðstefnunnar:

13.30     Ráðstefna sett

13:40     Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ: Tölvunarfræði - fagið

14:00     Bragi Leifur Hauksson, tölvunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands: Fólk í fyrirrúmi - Power To The People

14:20     Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits: Á að hlusta á ömmu sína?

14:40     Björg Eiríksdóttir, kennari við Kársnesskóla: Tölvur fyrir kennara

15:00     Kaffihlé

15:15     Helga Árnadóttir, framkvæmdastóri og meðstofnandi Tulipop: Að búa til verðmæti úr íslenskum ævintýraheimi

15:35     Robert Sutor, VP - IBM Q Strategy and Ecosystem, IBM Research Thomas J. Watson Research Center: Quantum Computing - From Curiosity to First Useful Applications

15:55     Einar Stefánsson, prófessor og yfirlæknir á augnlækningum við Læknadeild HÍ: Áhættugreining í læknisfræði

16:15     Eiður M. Árnason, stofnandi Etýða: Etýða - Gervigreind og tónlistarkennsla

16:35     Kveðjukaffi fyrir Jóhann P. Malmquist.

Fundarstjóri er Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Nánar um feril Jóhanns:

Jóhann P. Malmquist er fæddur árið 1949. Hann lauk BS námi í stærðfræði og eðlisfræði frá Carroll University í Waukesha, Wisconsin, árið 1973 og varð fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979. Doktorsritgerðin fjallaði um gagnasafnsfræði og var varin við Penn State háskólann.

Jóhann starfaði sem vísindamaður við IBM T.J. Watson Research Center, Yourktown Heights, í New York árin 1979-1980 og var einn af þeim sem hönnuðuð QBE gagnasafnskerfið.

Jóhann var deildarverkfræðingur við fjármálaráðuneytið 1980-1985 og tók þátt í að skipuleggja tölvumál ríkisins. Hann var skipaður prófessor við Háskóla Íslands árið 1985 en áður hafði hann verið aðjúnkt og hluta dósent.

Á löngum starfsferli sínum átti Jóhann stóran þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga hér á landi auk þess sem hann hefur lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun, t.d. með námskeiðinu „Frá hugmynd að veruleika“ sem hann hefur kennt í yfir þrjá áratugi. Á sjötta hundruð nemenda hafa setið nýsköpunarnámskeið hjá Jóhanni og margir þeirra hafa stofnað sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu.

Auk þess hefur Jóhann sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers og Software AG. Meðal fyrirtækja sem hann hefur komið að sem stofnandi og stjórnarmeðlimur, má nefna Open Hand (Softis), Hugvit (GoPro), Form.is, Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn, Grænar lausnir, Tákn með tali, Globe Tracker, Hugvakinn (Tunerific), Risk og nú síðast Etýða.

Jóhann P. Malmquist, prófessor í tölvunarfræði.

Frá hugmynd að veruleika – Ráðstefna til heiðurs Jóhanns P. Malmquist, prófessors