Skip to main content

Flugtak þátttöku Háskóla Íslands í edX

Flugtak þátttöku Háskóla Íslands í edX - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. nóvember 2017 12:15 til 15:00
Hvar 

Háskólatorg

Litla Torg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskóli Íslands hefur gengið til samstarfs við edX, alþjóðlegt samstarfsnet háskóla um rekstur opinna netnámskeiða sem  bandarísku háskólarnir Harvard og MIT leiða. Tilgangur samstarfsins er að auka framboð á slíkum námskeiðum sem nefnd hafa verið  MOOC (Massive Open Online Courses) en einnig að auka aðgengi að námi, efla notkun nýrrar tækni til kennslu í háskólanámi og þar með þróa kennsluaðferðir í takt við breytingar í tækni og samfélagi.

Það er Háskóla Íslands mikill heiður að vera boðin þátttaka í edX og mun þetta samstarf efla enn frekar þróun kennsluhátta við skólann bæði fyrir fjar- og staðnám. Flugtak þátttöku Háskóla Íslands í edX verður föstudaginn 17. nóvember nk. kl. 12.15-12:50 á Litla Torgi Háskólatorgs.

Dagskrá:
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp

Mark Rudnick, Director of Partner Success, kynnir edX og hvað þátttaka í samstarfsnetinu þýðir fyrir Háskóla Íslands

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, fer yfir möguleikana sem felast í þátttöku í edX fyrir þróun kennsluhátta við Háskóla Íslands

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Vinsamlega tilkynnið mætingu í viðburðinum í Uglu. Þau sem ekki hafa aðgang að Uglu geta tilkynnt mætingu í síma 525 4303 eða á netfangið rektor@hi.is fyrir kl. 17, miðvikudaginn 15. nóvember.

Að loknu flugtaki mun málþing um möguleikana sem samstarfið við edX felur í sér fyrir kennsluþróun við Háskóla Íslands hefjast. Málþingið hefst kl. 13.15 og stendur til 15 og er öllum opið.

Dagskrá:

13:15-13:20        Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, opnar málþingið

13:20-13:40        Mark Rudnick, Director of Partnet Success, kynnir edX og hvað þátttaka í edX samstarfinu þýðir fyrir Háskóla Íslands (ávarpið er á ensku)

13:40-14:40         Örkynningar og pallborðsumræður um möguleika vegna þátttöku í edX og reynsla af opnum netnámskeiðum (e. MOOC) í námi

13:40-14:10

Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju

Hrafnkatla Agnarsdóttir sálfræðinemi

Anna Helga Jónsdóttir, aðjunkt við Raunvísindadeild

Jökull Jóhannsson meistaranemi í viðskiptafræði

Kolbrún Friðriksdóttir, aðjunkt við Íslensku- og menningardeild

14:10-14:35. Pallborðsumræðum stýrir Rúnar Sigurðsson, verkefnisstjóri hjá Kennslumiðstöð HÍ

14:35-14:55         Hjalti Snær Ægisson, verkefnisstjóri, ræðir um reynslu sína af gerð fyrsta edX námskeiðsins.

14:55-15:00        Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, flytur lokaorð

Skráning fer fram í viðburðinum í Uglu. Þau sem ekki hafa aðgang að Uglu geta tilkynnt mætingu í síma 525 4303 eða á netfangið rektor@hi.is.

Málþingið er öllum opið en skráning fer fram í viðburðinum í Uglu. Þau sem ekki hafa aðgang að Uglu geta tilkynnt mætingu í síma 525 4303 eða á netfangið rektor@hi.is.

Það er Háskóla Íslands mikill heiður að vera boðin þátttaka í edX og mun þetta samstarf efla enn frekar þróun kennsluhátta við skólann bæði fyrir fjar- og staðnám.