Skip to main content

Flugeldar og flugeldamengun – kynning á nýrri rannsókn

Flugeldar og flugeldamengun – kynning á nýrri rannsókn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. september 2018 14:00 til 15:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, og Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, kynna nýja rannsókn á svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í kringum áramót og viðhorfum almennings og hagsmunaaðila til flugelda á opnum fundi í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands föstudaginn 21. september kl. 14-15. Á fundinum verða jafnframt kynntar mögulegar leiðir til úrbóta.

Í rannsókninni var svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin sl. tólf áramót skoðuð í alþjóðlegu samhengi ásamt áhrifaþáttum mengunar en jafnframt kannaðar leiðir til úrbóta. Auk þess var viðhorf hagsmunaðila innan stjórnkerfisins, meðal sveitarfélaga, seljenda flugelda og ferðaþjónustu til flugelda kannað og sömuleiðis viðhorf þjóðarinnar í skoðanakönnun sem unnin var í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. að dægurgildi svifryks, sem er minna en tíu míkrómetrar í þvermál (PM10), hafa ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu á nýársdag sl. 12 ár. Sérstakt áhyggjuefni er gríðarhár styrkur svifryks á griðastöðum í þéttbýli, í miðjum íbúðarhverfum og útivistarsvæðum. 

Þá sýnir rannsóknin að meirihluti landsmanna vill setja strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun með öllu.

Kynningarfundurinn er öllum opinn.

Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, og Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, kynna nýja rannsókn á svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í kringum áramót og viðhorfum almennings og hagsmunaaðila til flugelda á opnum fundi í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands föstudaginn 21. september kl. 14-15. 

Flugeldar og flugeldamengun – kynning á nýrri rannsókn