Fjöruferð í Gróttu - Með fróðleik í fararnesti | Háskóli Íslands Skip to main content

Fjöruferð í Gróttu - Með fróðleik í fararnesti

Hvenær 
6. apríl 2019 12:00 til 15:00
Hvar 

Bílastæði við Gróttu yst á Seltjarnarnesi.

Nánar 
Brottför kl. 12 við bílastæði við Gróttu yst á Seltjarnarnesi.

Við ætlum að skoða ýmsar lífverur fjörunnar, grúska og leita að kröbbum og öðrum smádýrum í skemmtilegri fjöruferð í Gróttu. Þar er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf og ætlar Hildur Magnúsdóttir, doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild, að leiða gönguna.

Gott er að mæta vel klædd(ur) og í stígvélum og með fötur eða glær ílát til að safna í hinum ýmsu lífverum og auðvitað með gott nesti. Gangan tekur 2-3 klst.

Gangan er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands, Með fróðleik í fararnesti. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans við nánast hvert fótmál. Göngurnar hafa löngu unnið sér fastan sess en með þeim er aukið við þekkingu fólks, ekki síst ungmenna, á sama tíma og boðið er upp á holla og skemmtilega hreyfingu.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

Við ætlum að skoða ýmsar lífverur fjörunnar, grúska og leita að kröbbum og öðrum smádýrum í skemmtilegri fjöruferð í Gróttu. Þar er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf og ætlar Hildur Magnúsdóttir, doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild, að leiða gönguna.

Fjöruferð í Gróttu - Með fróðleik í fararnesti