Skip to main content

Fjarmenntabúðir fyrir skólafólk á grunnskóla- og leikskólastigi

Fjarmenntabúðir fyrir skólafólk á grunnskóla- og leikskólastigi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. apríl 2021 15:00 til 16:30
Hvar 

Á neti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Óformlegur vettvangur fyrir skólafólk til þess að miðla tilraunum og lausnum og læra hvert aföðru á netinu í rauntíma. Að þessu sinni er áhersla á netkennslu og notkun upplýsingatækni í námi á leikskóla- og grunnskólastigi.

Skólafólk er hvatt til þess að skrá framlag í dagskrá menntabúðanna fyrir lok 14.4.

Framlög eru um 25 mínútur og gætu verið sýnikennsla, kynningar eða umræður um ákveðið afmarkað vandamál, viðfangsefni eða lausn.Til dæmis má ræða app, þjónustu, verkefni eða aðferð sem reynst hefur vel með nemendum og vilji er fyrir að deila eða skapa umræðu um.

Þátttaka er öllum opin án skráningar aðeins þarf að opna dagskrána þann 15.4. og velja sér vefstofu að vild. Þátttakendur geta tekið þátt í allri dagskránni eða hluta hennar.

Menntabúðirnar fara fram með Zoom fjarfundabúnaði (Zoom-leiðbeiningar hér).

Nánari upplýsingar: Sólveig Jakobsdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Hróbjartur Árnason

Að menntabúðunum stendur starfsfólk við Háskóla Íslands (Menntavísindasvið og Kennslumiðstöð) og Háskólann á Akureyri í samvinnu við aðila hjá Kennarasamband Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Menntabúðirnar eru hluti af verkefninu “Fjarmenntabúðir: Stuðningur háskóla við skólastarf með stafrænni tækni” sem er styrkt af Háskóla Íslands.

Að menntabúðunum stendur starfsfólk við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri í samvinnu við aðila hjá Kennarasambandi Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.  Menntabúðirnar eru hluti af verkefninu “Fjarmenntabúðir: Stuðningur háskóla við skólastarf með stafrænni tækni” sem er styrkt af Háskóla Íslands.

Fjarmenntabúðir fyrir skólafólk á grunnskóla- og leikskólastigi