Fjármálalæsi, framleiðni og frammistaða | Háskóli Íslands Skip to main content

Fjármálalæsi, framleiðni og frammistaða

Hvenær 
13. mars 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Ingjaldsstofa, HT-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 13. mars heldur Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi fyrirlestur á hádegisfundi í boði Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands í Ingjaldsstofu HT-101. Fundurinn hefst kl. 12:00 og lýkur kl.13:00.

Í tilefni þess að vikan 12.-18. mars er alþjóðleg fjármálalæsisvika mun Breki fjalla um hvernig fyrirtæki geta eflt fjármálalæsi starfsmanna sinna og af hverju þau ættu að gera það.

Breki hefur unnið að eflingu fjármálalæsis frá árinu 2005. Hann hefur komið að fjölda rannsókna hér heima og erlendis, meðal annars á fjármálalæsi Íslendinga, framhaldsrannsókn sem gerð hefur verið á þriggja ára fresti frá 2008. Hann hefur útbúið námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla og gert sjónvarpsþætti sem notaðir eru til kennslu, auk þess að leiða saman hagsmunaaðila hér heima og erlendis. Breki Karlsson er með meistarapróf í hagfræði frá Copenhagen Business School.

Facebook-síða viðburðarins.

Netspjall