Skip to main content

Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti

Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. febrúar 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Elisabeth Klatzer, hagfræðingur og sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti”, og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12.00-13.00.

Dr. Klatzer starfar sem rannsakandi, fyrirlesari, alþjóðlegur ráðgjafi og aktívisti fyrir femíníska hagstjórn, efnahagsstefnu og kynjaða fjárlagagerð. Hún er með doktorspróf í pólitískri hagfræði frá Vínarháskóla í Austurríki og meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Harvard-háskóla. Klatzer hefur gefið út mikið af efni á sínu sviði og það nýjasta er bókin “Gender Budgeting in Europe. Developments and Progress” sem hún ritstýrir — ásamt Angelu O’Hagan, prófessor – sem kemur út í mars, næstkomandi hjá Palgrave MacMillan-útgáfunni.

Jafnrétti kynjanna og kvenréttindi eru langt frá því að vera í höfn. Femínískir hagfræðingar og aktívistar hafa beint sjónum að opinberum fjármálum og efnahagsstefnu sem lykilátriðum í að ná fram jafnrétti og mannréttindum. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð (KHF) er nálgun sem felur í sér mikla möguleika til að láta opinbera fjársýslu beina sjónum að kven- og mannréttindum.

Í fyrirlestrinum verður velt upp framþróun og áskorunum í innleiðingu KHF með tilliti til mannréttindaskuldbindinga að því er varðar opinber fjármál. Fjallað verður um skatttekjur –svigrúm í fjárlögum – og kastljósinu beint að því hvernig hægt er að ná árangri með því að beina sjónum að skattaréttlæti í þágu jafnréttis.

Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Dr. Elisabeth Klatzer, hagfræðingur og sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti”, og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12.00-13.00.

Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti