Skip to main content

Fiskeldi: yfirtaka heimsframboðs á fiski fyrir 2040

Fiskeldi: yfirtaka heimsframboðs á fiski fyrir 2040 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. desember 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

A-220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Frank Asche, prófessor í hagfræði við University of Florida

Frank Asche mun fjalla um þær miklu breytingar sem orðið hafa á fiskmörkuðum á undanförnum áratugum.

Stöðnun á framboði á villtum fiski og miklar framfarir í eldistækni hafa leitt til stöðugt vaxandi hlutdeildar fiskeldis á mörkuðum. Hin mikla stjórn á framleiðslu sem einkennir fiskeldi hefur jafnframt leitt til mikilla breytinga á virðiskeðjum fisks og markaðssetningu fiskafurða. Fiskeldi hefur þegar náð ráðandi markaðsstöðu á neytendamarkaði. Náttúrulegar takmarkanir framleiðslu á villtum fiski þýða að vöxtur í framboði mun í framtíðinni nær einungis koma frá fiskeldi. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað. Óskir neytenda til að neyta villts fisks sem og áhyggjur af sjálfbærni munu hafa áhrif á þessa þróun. 

Frank Asche, prófessor í hagfræði við University of Florida

Fiskeldi: yfirtaka heimsframboðs á fiski fyrir 2040