Skip to main content

Félagsfræðidagurinn 2022

Félagsfræðidagurinn 2022 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. desember 2022 15:00 til 17:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Félagsfræðingafélag Íslands býður til málþings og móttöku í tilefni af Félagsfræðideginum.

Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að brýnum málefnum á alþjóðavettvangi, þ.e. félagslegum afleiðingum styrjalda og ójöfnuði þjóða. Lykilerindi flytur Sigríður Víðis Jónsdóttir sem nýverið gaf út bókina Vegabréf: Íslenskt sem hefur hlotið mikla athygli og lof. Í kjölfarið mun pallborð félagsvísindafólks bregðast við erindi Sigríðar og ræða misskiptingu auðs og félagslegar áskoranir sem fylgja auknum fólksflutningum vegna styrjalda.

Málþingið verður haldið föstudaginn 2. desember, klukkan 15:00, í Veröld stofu 023.

Í upphafi málþings veitir Félagsfræðingafélag Íslands verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð í grunn- og meistaranámi í félagsfræði og í lok málþings verður boðið upp á léttar veitingar. Fundarstjóri er Ásdís A. Arnalds, formaður Félagsfræðingafélags Íslands.

Dagskrá:
15:00 – 15:15 Félagsfræðingafélag Íslands veitir verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð í grunn- og framhaldsnámi í félagsfræði.

15:15 – 16:00 Lykilerindi Sigríðar Víðis Jónsdóttur. Í erindinu fjallar hún um nýútkomna bók sína Vegabréf: Íslenskt þar sem hún leiðir áheyrendur um heiminn, heimsækir átakasvæði, kynnist flóttafólki og ræðir við börn í nauðungarvinnu.

16:00 - 16: 45 Pallborðsumræður

16:45 - 17: 00 Almennar umræður

17:00 – 19:00 Léttar veitingar í boði Félagsfræðingafélags Íslands.

Félagsfræðingafélag Íslands býður til málþings og móttöku í tilefni af Félagsfræðideginum.

Félagsfræðidagurinn 2022