Skip to main content

Fátækt og hlutverk umboðsmanns barna

Fátækt og hlutverk umboðsmanns barna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. febrúar 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

VHV-007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestur í málstofuröð Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnunar í barna –og fjölskylduvernd (RBF) vorið 2018 undir yfirskriftinni:

„Fátæk börn og félagsráðgjöf í nútímasamfélagi“.

Jafnræði og réttur til lífs og þroska eru ein af grundvallarréttindum Barnasáttmála SÞ. Börn sem búa við fátækt standa höllum fæti í samfélaginu og má fullyrða að réttindi þeirra séu í mörgum tilvikum verulega skert. Í erindinu verður rætt um hlutverk umboðsmanns barna til að tryggja réttindi barna og verður sérstaklega fjallað um það hvernig stjórnvöld geta brugðist við neikvæðum áhrifum fátæktar á börn og tryggt þeim jöfn tækifæri.

Fyrirlesturinn flytur Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

Fátækt og hlutverk umboðsmanns barna