Skip to main content

Færnibúðir og hermisetur. Tækni og möguleikar í verklegri þjálfun.

Færnibúðir og hermisetur. Tækni og möguleikar í verklegri þjálfun. - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. desember 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

stofa 101 og á Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari er Signe Tomsone, prófessor og deildarforseti við Stradins Háskólann í Riga.

Viðburðurinn er á vegum Félagsráðgjafardeildar og námsbrautar í sjúkraþjálfun.

Á heimsvísu er ákall eftir fleira háskólamenntuðu starfsfólki í velferðar- og heilbrigðisþjónustu en samhliða eru takmörk um fjölda nemenda í kennslu og rými fyrir nemendur í verklega þjálfun. Til að bregðast við þessu hefur verið stofnað til hermisetra og færnibúða þar sem nemendur fá verklega og klíníska þjálfun. Vaxandi kröfur eru um að efla þessa starfsemi hér á landi með hliðsjón af árangurríkum aðgerðum í öðrum háskólum. Háskóli Íslands er í samstarfsverkefni með Riga Stradins University í Lettlandi en þar hefur á síðustu 10 árum verið unnið markvisst að því að tæknivæða og bæta aðstæður í hermisetrum og færnibúðum fyrir námsgreinar í heilbrigðis- og félagsvísindum. Háskólinn er nú meðal þeirra tæknivæddustu á þessu sviði í Evrópu.

Prófessor Signe Tomsone, deildarforseti við endurhæfingardeild Stradins Háskólans í Riga, mun flytja erindi í opinni málstofu og segja frá áherslum og uppbyggingu háskólans á sviði starfsþjálfunar í hermisetrum og færnibúðum. Hún mun í erindinu einnig sýna myndir og myndbönd af aðstöðu og tækjabúnaði og lýsa áformum um frekari uppbyggingu.

 

Tengill á streymi á Zoom

Prófessor Signe Tomsone

Færnibúðir og hermisetur. Tækni og möguleikar í verklegri þjálfun.