Erkióvinir: Hugmyndafræði og áróður Sovétríkjanna í menningarstríðinu við Bandaríkin | Háskóli Íslands Skip to main content

Erkióvinir: Hugmyndafræði og áróður Sovétríkjanna í menningarstríðinu við Bandaríkin

Erkióvinir: Hugmyndafræði og áróður Sovétríkjanna í menningarstríðinu við Bandaríkin - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. desember 2018 16:00 til 17:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Rósa Magnúsdóttir, lektor í sagnfræði við Árósaháskóla, flytur fyrirlesturinn Erkióvinir: Hugmyndafræði og áróður Sovétríkjanna í menningarstríðinu við Bandaríkin 1945-1959, í Odda 101 mánudaginn 3. desember kl. 16.00.

Í fyrirlestrinum er fjallað um hugmyndafræði og áróður Sovétríkjanna í kalda stríðinu við Bandaríkin í valdatíð þeirra Stalíns og Krústjovs. Fyrirlesturinn, sem haldinn er á vegum Sagnfræðistofnunar og Félags Fulbright-styrkþega, byggist á bók sem Rósa Magnúsdóttir gefur út um þessar mundir og nefnist Enemy Number One: The United States of America in Soviet Ideology and Propaganda, 1945-1959 (OUP, 2019). Í bókinni er þessi saga skoðuð frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram til ársins 1959 þegar menningartengsl ríkjanna komust í opinberan farveg. Á þessu tímabili þróaðist hugmyndafræði Sovétríkjanna gagnvart Bandaríkjunum frá því að vera hatursfull og andamerísk yfir í mildari orðræðu um friðsamlega sambúð, þó að samkeppnin um almenningsáltið væri alltaf í forgrunni. Bókin er byggð á heimildavinnu í rússneskum skjalasöfnum og greinir frá áróðursvél Sovétríkjanna innanfrá þar sem skoðuð er bæði útbreiðsla og viðtökur hugmyndafræðinnar. Helstu niðurstöður bókarinnar snúast um viðleitni sovéskra yfirvalda til að halda upplýsingum um Bandaríkin í skefjum jafnframt því að telja umheiminum trú um gríðarlega framþróun Sovétríkjanna sem ætlað var að sýna yfirburði kommúnískrar hugmyndafræði. Birtingarmynd þessarar togstreitu kemur sérstaklega vel fram í óöryggi yfirvalda og bælingu skoðana sem ekki samræmdust opinberri hugmyndafræði Sovétríkjanna.

Rósa Magnúsdóttir er lektor í sagnfræði við Árósaháskóla. Rannsóknir hennar hafa snúist um alþjóðasögu á tímum Kalda stríðsins, einkum hugmyndabaráttu og ”menningarstríð”  sem einkenndi samskipti Banraíkjanna og Sovétríkjanna. Meðal verka hennar er „Menningarstríð í uppsiglingu: Stofnun og upphafsár vinafélaga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á Íslandi”, Ný saga 1:12 (2000); Ritstjóri með Óscar José Martin Garcia, Machineries of Persuasion: European Soft Power and Public Diplomacy during the Cold War (2018); “Cold War Correspondents and the Possibilities of Convergence: American Journalists in the Soviet Union, 1968‐1979.” Soviet and Post‐Soviet Review 41 (2014).

Í fyrirlestrinum fjallar Rósa Magnúsdóttir um hugmyndafræði og áróður Sovétríkjanna í kalda stríðinu við Bandaríkin í valdatíð þeirra Stalíns og Krústjovs. Efnið er byggt á bók sem Rósa gefur út um þessar mundir og nefnist Enemy Number One: The United States of America in Soviet Ideology and Propaganda, 1945-1959.

Erkióvinir: Hugmyndafræði og áróður Sovétríkjanna í menningarstríðinu við Bandaríkin