Erindrekstur fyrir hnattræna heilsu: Hvers vegna, hvar og hvernig | Háskóli Íslands Skip to main content

Erindrekstur fyrir hnattræna heilsu: Hvers vegna, hvar og hvernig

Erindrekstur fyrir hnattræna heilsu: Hvers vegna, hvar og hvernig - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. maí 2021 8:00 til 9:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Daulaire mun ræða helstu áfanga og mistök í viðleitni alþjóðasamfélagsins síðustu hálfa öld við að kljást við hnattrænar áskoranir, með sérstaka áherslu á COVID-19 faraldurinn. Heimsfaraldurinn hefur leitt til nær 3 milljón dauðsfalla í 192 löndum og ný og hættuleg afbrigði koma stöðugt fram. Þörfin fyrir samstilltar aðgerðir á heimsvísu hefur því aldrei verið meiri. Þetta kallar ekki aðeins á vel ígrundaðar lýðheilsuaðgerðir heldur einnig alþjóðlegan erindrekstur til að samræma mismunandi sjónarmið sem oft á tíðum byggjast á þröngum hagsmunum einstakra þjóða. Slíkur erindrekstur hefur borið árangur eins og að útrýma bólusótt og ná alþjóðlegri samstöðu um Þúsaldarmarkmiðin.

Nú er kallað eftir vörnum við hnattrænum heilsufarsógnum og skilningi á mikilvægi samstöðu sem tekur tillit til stjórnmála og faraldsfræðilegra gagna. Í erindinu mun Dr. Daulaire segja stuttlega frá erindrekstri á sviði hnattrænnar heilsu á tímum alþjóðavæðingar og ræða þær áskoranir og tækifæri sem heimsfaraldrar á 21. öldinni gefa.

Skráning fer fram hér.

Um er að ræða fimmta viðburðinn í fundarröðinni Nordic Global Health Talks en nánari upplýsingar má finna hér.

Nils Daulaire flytur fimmta fyrirlesturinn í röðinni Nordic Global Health Talks.

Erindrekstur fyrir hnattræna heilsu: Hvers vegna, hvar og hvernig