Er pláss fyrir skapandi hugsun á markaðstorgi þekkingarinnar? | Háskóli Íslands Skip to main content

Er pláss fyrir skapandi hugsun á markaðstorgi þekkingarinnar?

Hvenær 
8. nóvember 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Sal Íslenskrar efðagreiningar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við GRI þverfaglega rannsóknarstofnun Gautaborgarháskóla, mun halda fyrirlestur 8. nóvember í fundaröðinni: Þekking til sölu - markaðsvæðing akademíunnar

Í erindinu verður því velt upp hvort rekstrarform háskólakerfis, þar sem þekking er gerð að söluvöru leiði til þess að skapandi vinna og hugmyndaauðgi verði undir. Hlutverk háskóla sem snýr að nýrri þekkingaröflun fái því ekki það rými sem þarf til þess að hún nái flugi.

Sem dæmi má nefna að reglulega eru fyrirtækin Össur og Marel nefnd í tengslum við nýsköpun hérlendis, sem hafi m.a. orðið til í Háskóla Íslands, en þau voru stofnuð árin 1973 og 1983. Það er löngu áður en nýskipan í ríkisrekstri var innleidd og samkeppni milli skóla varð talin forsenda framþróunar þeirra.

Færð verða rök fyrir því að uppbygging háskólakerfisins og rekstrarlegar forsendur þess feli í sér að of lítið sé gert til að stuðla að því að nýsköpun geti sprottið úr akademíunni.

Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við GRI þverfaglega rannsóknarstofnun Gautaborgarháskóla, mun halda fyrirlestur 8. nóvember í fundaröðinni: Þekking til sölu - markaðsvæðing akademíunnar

Er pláss fyrir skapandi hugsun á markaðstorgi þekkingarinnar?