Skip to main content

Er ég að klúðra þessu? — Fræðslukvöld fyrir foreldra

Er ég að klúðra þessu? — Fræðslukvöld fyrir foreldra - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. nóvember 2019 20:00 til 22:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík hafa tekið höndum saman um regluleg fræðslukvöld fyrir foreldra undir yfirskriftinni Er ég að klúðra þessu? Fyrsta fræðslukvöld vetrarins verður haldið 14. nóvember í húsnæði Menntavísindasviðs, á hinum árlega Foreldradegi Heimilis og skóla sem er iðulega í nóvember.

Á fyrsta fræðslukvöldi vetrarins verða þrír fræðimenn með stutt og aðgengileg erindi um svefn og svefnvenjur, mikilvægi útivistar og frjáls leiks og seiglu barna og unglinga. Foreldrar fá afhentan segul með hollráðum um svefn og svefnvenjur frá Menntavísindasviði.

Fræðslukvöldinu verður streymt til áhugasamra sem eiga ekki heimangengt.

DAGSKRÁ

  • Góðar svefnvenjur! „Setur þú svefninn í forgang?“ Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi fjallar um rannsóknir á svefnvenjum barna og ungmenna.
  • Ekki gefast upp! „Við þurfum bæði harðan skráp og mýkt til að lifa farsælu lífi.“ Ragný Þóra Guðjohnsen lektor fjallar um seiglu barna og ungmenna.
  • Úti er ævintýri! „Útivera bætir líf barna.“ Jakob Frímann Þorsteinsson aðjunkt fjallar um gildi útivistar og hins frjálsa leiks.

Verið öll velkomin!

Fræðslukvöldið verður haldið í Stakkahlíð fimmtudaginn 14. nóvember,

Er ég klúðra þessu?