Skip to main content

Endurskoðun kristinnar heimsmyndar

Endurskoðun kristinnar heimsmyndar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. september 2023 11:40 til 13:10
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Tore Johnsen heldur fyrirlestur á málstofu Guðfræðistofnunar 25. september nk. kl. 11:40-13:10 í stofu A229, Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Endurskoðun kristinnar heimsmyndar: Raungerð samísk guðfræði, heimssýn og þörf fyrir afnýlenduvæðingu.“ 

Málstofan verður á ensku og öllum opin, þeim að kostnaðarlausu. Málstofunni verður streymt. Sjá upplýsingar hér fyrir neðan um Zoom aðgang.

Um fyrirlesturinn (á ensku): 

What is the implicit worldmaking involved in Christian life and practice? How is a Christian tradition orienting the human being towards the world? In this lecture, Sámi theologian Tore Johnsen shares insights from his recent book Sámi Nature-Centered Christianity in the European Arctic: Indigenous Theology beyond Hierarchical Worldmaking (2022). Having explored the cosmological orientation of the Indigenous Christianity among reindeer herders, river Sámi and sea Sámi in Northern Norway, Johnsen will elaborate on two basic theological contributions: Sámi lived theology offers an alternative Christian cosmological orientation, relevant to contemporary challenges. Secondly, it necessitates a decolonizing of Lutheran theology.

Um Dr. Tore Johnsen:

Dr. Tore Johnsen er dósent við Kirkelig utdanningssenter nord í Tromsø, sem er hluti af VID háskólanum í Noregi. Þetta kennslusetur hefur lagt sig sérstaklega eftir samískum, kvenskum og norðurnorskum aðstæðum kirkjulífs á norðurslóðum. Hann er með doktorspróf í heimskristni (World Christianity) frá Edinborgarháskóla. Rannsóknir hans þessa dagana eru á svið samískrar og árþjóðaguðfræði, guðfræðilegrar afnýlenduvæðingu, sáttargjörðarguðfræði og sannleiks og sáttanefnda. Dr. Johnsen hefur starfað sem prestur á samísku svæði og er fyrrverandi forseti Samísks kirkjuráðs í norsku kirkjunni.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar um bók Tore Johnsen.

Streymisupplýsingar:

https://eu01web.zoom.us/j/65308662527

Meeting ID: 653 0866 2527

Tore Johnsen.

Endurskoðun kristinnar heimsmyndar