Embrace of the Serpent – kvikmyndasýning í Veröld | Háskóli Íslands Skip to main content

Embrace of the Serpent – kvikmyndasýning í Veröld

Hvenær 
12. október 2017 16:00 til 18:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni af heimsókn Soniu Duran, sendiherra Kólumbíu, til Háskóla Íslands 12. október verður kvikmyndin Embrace of the Serpent sýnd í Veröld – Húsi Vigdísar. Sýningin hefst kl. 16.00 með stuttu ávarpi sendiherrans. 

Myndin fjallar um samband töfralæknisins Karamakate og tveggja vísindamanna í leitinni að hinni heilögu plöntu í Amazon, leit sem stendur yfir í 40 ár.

Myndin er tekin upp í svarthvítu og var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2015 þar sem hún vann verðlaun í flokknum Directors Fortnight, en hún var síðar tilnefnd til Óskarsverðlaunanna árið 2016 sem besta erlenda kvikmyndin. 

Sjá nánar um myndina http://www.imdb.com/title/tt4285496/

Allir velkomnir.

Áður en myndin hefst flytur Sonia Duran sendiherra Kólumbíu stutt ávarp.

Netspjall