Skip to main content

Eldri innflytjendur og staða þeirra; núverandi þróun og framtíðaráskoranir

Eldri innflytjendur og staða þeirra; núverandi þróun og framtíðaráskoranir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. september 2017 12:00 til 13:00
Hvar 

Askja

N-121

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Pnina Dolberg, Ben-Gurion Háskólanum í Negev, Ísrael, heldur fyrirlestur á vegum Félagsráðgjafardeildar og RBF (Rannsóknarstofnunar í barna - og fjölskylduvernd)

Öldrun þjóða og alþjóðlegir fólksflutningar einkenndu síðari hluta 20. aldararinnar um heim allan. Fyrirlesturinn fjallar um afleiðingar þessara tveggja atriða og samþættingu þeirra – aukins fjölda eldra fólks og fjölgun innflytjenda í iðnríkjum heims.

Sambandið milli fjölgunar eldri borgara og fólksflutninga endurspeglast á ýmsa vegu. Mikil eftirspurn er eftir yngri starfsmönnum sem yfirgefa heimaland sitt en eldra fólkið situr eftir. Efnahagslegum og félagsleglegum stöðugleika upprunalandanna gæti því verið ógnað. 

Á undanförnum áratugum hefur eldri innflytjendum fjölgað verulega og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Hins vegar hefur staða eldri innflytjenda lítið verið rannsökuð. Í fyrirlestrinum verður vakin athygli a stöðu eldri innflytjenda og því stefnuleysi sem ríkir gagnvart þessum hópi.

Pnina Dolberg, Phd, er fræðikona á sviði innflytjenda og öldrunar. Hún kennir við Félagsráðgjafardeild Ben-Gurion Háskóla í Negev, Ísrael. 

Pnina Dolberg, Phd, er fræðikona á sviði innflytjenda og öldrunar. Hún kennir við Félagsráðgjafadeild Ben-Gurion Háskóla í Negev, Ísrael.