Eldfjallaganga á Helgafell með Freysteini Sigmundssyni | Háskóli Íslands Skip to main content

Eldfjallaganga á Helgafell með Freysteini Sigmundssyni

Hvenær 
2. febrúar 2019 10:00 til 12:00
Hvar 

Kaldársel fyrir ofan Hafnarfjörð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, leiðir göngu með Ferðafélagi unga fólksins þann 2. febrúar næstkomandi á Helgafell við Hafnarfjörð. Ókeypis verður í gönguferðina og er brottför verður klukkan 10 frá Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð.

Gengin verður hefðbundin leið úr Kaldárbotnum og upp á Helgafell. Gangan er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags unga fólksins sem er angi innan Ferðafélags Íslands. 

Háskólinn hefur starfað með Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 að fræðandi gönguferðum í borgarlandinu undir heitinu Með fróðleik í fararnesti og hafa þúsundir nýtt sér þær göngur. Í þeim hefur verið áhersla á göngur sem henta börnum en í þetta skiptið verður áherslan á aldurshópinn 18 til 25 ára. Háskóli Íslands mun miðla fróðleik í allnokkrum göngum Ferðafélags unga fólksins í vetur og fram á vorið.

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson leiðir allar göngur Ferðafélags unga fólksins fyrir hönd Ferðafélagsins. Hann er afar vanur fjallamaður og hefur m.a. gengið á tindana Lhotse, K2 og Broad Peak sem allir eru firnaháir og eftirsóttir á meðal fremsta fjallafólks veraldar. 

Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, leiðir göngu með Ferðafélagi unga fólksins þann 2. febrúar næstkomandi á Helgafell við Hafnarfjörð. Ókeypis verður í gönguferðina og er brottför verður klukkan 10 frá Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð.

Eldfjallaganga á Helgafell með Freysteini Sigmundssyni