Skip to main content

Drögum lærdóm af reynslunni: Samtal um gæði náms og kennslu

Drögum lærdóm af reynslunni: Samtal um gæði náms og kennslu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. apríl 2021 13:00 til 14:15
Hvar 

Beint streymi

Nánar 
Beint streymi
Öll velkomin

Á síðastliðnu ári hafa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands þurft að takast á við ýmsar áskoranir í námi og kennslu. Við höfum öðlast reynslu sem mikilvægt er að deila, ræða og læra af til að styðja við og efla þróun kennsluhátta til framtíðar.

Í þessum tilgangi býður Kennslusvið, í samstarfi við kennsluþróunarstjóra fræðasviðanna, til samtals með röð viðburða víðs vegar í háskólasamfélaginu.

Samtalið hefst með opnum fundi í streymi þann 16. apríl 2021 kl. 13:00 – 14:15.

Dagskrá fundar

  • Hefjum samtalið: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
  • Nú er lag – kennsluþróun á krossgötum: Guðrún Geirsdóttir, dósent og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Ísland
  • The importance of significant networks and academic microcultures in educational development: Dr. Katarina Mårtenson, dósent við deild háskólakennsluþróunar, Háskólanum í Lundi
  • Opnun vefsíðu og kynning á frekari viðburðum

Fundarstjóri: Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála Háskóla Íslands

Viðburðinum verður streymt á þessari slóð. 

Á síðastliðnu ári hafa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands þurft að takast á við ýmsar áskoranir í námi og kennslu. Við höfum öðlast reynslu sem mikilvægt er að deila, ræða og læra af til að styðja við og efla þróun kennsluhátta til framtíðar.
Í þessum tilgangi býður Kennslusvið, í samstarfi við kennsluþróunarstjóra fræðasviðanna, til samtals með röð viðburða víðs vegar í háskólasamfélaginu.

Drögum lærdóm af reynslunni: Samtal um gæði náms og kennslu