Skip to main content

Dagur stjórnmálafræðinnar - Kosningar í breyttu landslagi

Dagur stjórnmálafræðinnar - Kosningar í breyttu landslagi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. september 2021 14:00 til 16:30
Hvar 

Lögberg 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 3. september kl. 14:00-16:30 standa Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir Degi stjórnmálafræðinnar, ásamt verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi ritgerðir í stjórnmálafræði.

Fyrirlesarar:: Ólafur Þ. Harðarson prófessor, Hulda Þórisdóttir dósent, Eva H. Önnudóttir prófessor og Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor.

Umræðuefni fundarins eru kosningar í breyttu landslagi þar sem m.a.verður fjallað um samræmi í málefnaáherslum kjósenda og frambjóðenda stjórnmálaflokka, misræmi í kosningakerfinu, kosningaþátttöku og miðlun upplýsinga og fjölmiðlanotkun í kosningabaráttu. Flutt verða fjögur erindi og gert er ráð fyrir líflegum umræðum. Í lok fundarins verða veitt verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði sem skilað var árið 2020.