Skip to main content

Dagur ljóðsins: Ritlistarnemar lesa upp eigin verk

Dagur ljóðsins: Ritlistarnemar lesa upp eigin verk - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2018 12:10 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Bóksala stúdenta

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nemendur í Ritlist í Háskóla Íslands lesa upp eigin verk í Bóksölu Stúdenta á Degi ljóðsins, 21. mars. Lesturinn hefst kl. 12:10. 

Skáldin og ritlistanemarnir Þórdís Helgadóttir, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, Lára Kristín Sturludóttir, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Hlín Leifsdóttir og Una Björk Kjerúlf koma saman í uppáhalds bókaverslun háskólanema, Bóksölu stúdenta, og lesa frumsamin ljóð fyrir gesti og gangandi. Viðburðurinn er í samvinnu við meistaranám í Ritlist og Bóksölu Stúdenta. 

Ljóðabækur fá sérstakt rými þennan dag í Bóksölunni og hvetjum við ljóðaunnendur til að koma á Háskólatorg og njóta ljóðahádegis með ritlistarnemum í Bókmenntaborg.

Streymt verður frá viðburðinum á facebooksíðum Bókmenntaborgarinnar, Reykjavíkurborgar og Bóksölu stúdenta.

Alþjóðlegur dagur ljóðsins er haldinn hátíðlegur 21. mars ár hvert. Bókmenntaborgin Reykjavík heldur daginn hátíðlegan í fyrsta sinn með því að lyfta fram nýjum ljóðskáldum í borgunni. Deginum er víða fagnað í öðrum Bókmenntaborgun UNESCO með upplestrum og ljóðaviðburðum.

Nánari upplýsingar á vef Bókmenntaborgarinnar.

Ritlistarnemar eftir samlestur með nemendum frá University of Michigan.

Dagur ljóðsins: Ritlistarnemar lesa upp eigin verk