Skip to main content

CERN, LHC og Higgs bóseindin

CERN, LHC og Higgs bóseindin - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. ágúst 2022 18:00 til 19:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

VHV-023

Nánar 
Fer fram á ensku
Öll velkomin

Háskóli Íslands, NORDFORSK og NORNDiP bjóða til opins fyrirlesturs.

Fyrirlesari: Barbro Åsman, prófessor emerita í eðlisfræði við Háskólann í Stokkhólmi.

Ágrip:

Tólf lönd stofnuðu CERN rannsóknarstofuna - European Laboratory for Particle Physics - árið 1954. Síðan þá hefur rannsóknarstofan vaxið í vísindalegan suðupot þar sem þúsundir eðlisfræðinga frá öllum heimshornum vinna saman til þess að skilja úr hverju alheimurinn er gerður og hvernig hann virkar.

Fyrir tíu árum síðan fannst loks Higgs bóseindin í tilraunum ATLAS og CMS með hjálp LHC - stærsta öreindahraðli CERN rannsóknarstofunar. Higgs eindin var síðasta eindin til þess að uppgötvast í hinu viðtekna líkani öreindafræðinnar og leikur hún þar jafnframt eitt aðalhlutverkið.

LHC hefur nú verið endurræstur í þriðja sinn eftir umfangsmikið uppfærslutímabil. Ný gögn munu hjálpa vísindamönnum að skilja eðlisfræði sem ekki er lýst með hinu Viðtekna líkani öreindafræðinnar svo sem hulduefni og ósamhverfu milli efnis og andefnis.

Um Barbro Åsman:

Barbro Åsman er sænskur einda-eðlisfræðingur og prófessor emerita við háskólann í Stokkhólmi. Hún hlaut doktorsgráðu sína árið 1985 frá Háskólanum í Stokkhólmi og tók við starfi frumeindaeðlisfræðings við skólann árið 2001.

Barbro leiddi sænskan rannsóknahóp sem tók þátt í tilraunum á Tevatron öreindahraðlinum í Fermilab. Hún hefur einnig unnið við ATLAS tilraunirnar við CERN og verið virk í fjölmörgum miðlunarverkefnum á sviði eðlisfræðinnar.

Hún hefur verið meðlimur í Konunglegu vísindaakademíunni síðan 2007 og árið 2021 hlaut hún heiðursverðlaun konungs, gullmedalíu af 8.stærð með borða Serafimareglunnar, fyrir þýðingarmikið framlag sitt til rannsókna og rannsóknasamstarfs í eðlisfræði.

Fyrirlesturinn er hluti af dagskrá norrænnar ráðstefnu um fjölbreytni í eðlisfræði en er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Opinn fyrirlestur: CERN, LHC og Higgs bóseindin

CERN, LHC og Higgs bóseindin