Skip to main content

Café Lingua | Nafnatákn – hvað er nú það?

Café Lingua | Nafnatákn – hvað er nú það? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. febrúar 2020 17:00 til 19:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Jarðhæð - Kaffi Veröld

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Átt þú nafnatákn? Viltu vita hvernig maður fær nafnatákn? Í tilefni af degi íslenska táknmálsins er næsti Café Lingua-viðburður tileinkaður nafnatáknum. Þau eru sambærileg við nöfn á íslensku, en táknið tengist þó ekki endilega nafni einstaklingsins heldur frekar hvernig manneskjan er. Á viðburðinum Nafnatákn – hvað er nú það? mun Hjördís Anna Haraldsdóttir flytja erindi um nafnatákn og verður það túlkað á íslensku. Eftir það gefst tækifæri til að spreyta sig í að læra eða rifja upp grunnatriði íslenska táknmálsins, eða einfaldlega njóta þess að spjalla í þögn – og hver veit nema að þú eignist þitt eigið nafnatákn?! Viðburðurinn fer fram í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 13.febrúar og hefst kl. 17. Í Kaffi Veröld verður létt hressing á boðstólum.

Öll eru hjartanlega velkomnir, aðgangseyrir er enginn.

Kynningarmyndband viðburðarins á táknmáli má finna hér.

Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Málnefnd um íslenskt táknmál og Vigdísarstofnun.

Facebook

Café Lingua | Nafnatákn – hvað er nú það?

Café Lingua | Nafnatákn – hvað er nú það?