Skip to main content

Byron Nicholai - Tónlist frá Norðurslóðum

Byron Nicholai - Tónlist frá Norðurslóðum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. október 2018 17:00 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin að koma og hlýða á hrífandi tónlist frá Norðurslóðum. Byron Nicholai er tónlistarmaður og dansari frá samfélagi Yup’ik fólks í Alaska. Í tónlist sinni blandar Byron saman frumbyggjatungumáli Yup’ik fólks við nútímalegri tækni svo sem hip-hop tónlist og samfélagsmiðla. Byron, sem hefur verið nefndur “Justin Bieber Alaska,” hefur komið fram á hátíðum víðs vegar um heiminn og virtum stöðum þ.á.m. Hvíta húsinu. Hann mun flytja nokkur lög og eftir það mun hann ræða tónsmíðar sínar og tengt efni við Sebastian Drude, framkvæmdastjóra Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála. Sebastian er málfræðingur og sérhæfir sig í fjölbreytileika tungumála, tungumálum í útrýmingarhættu og skrásetningu tungumála. Hann starfaði í mörg ár í Brasilíu við rannskóknir á tungumálum á Amazonsvæðinu, sem fáir tala og teljast í útrýmingarhættu. Umræðurnar milli Sebastian og Byron munu snúast um mikilvægi tungumála sem menningararfleifð og hvað menningarviðburðir, eins og þessi, geta lagt af mörkum til að styrkja stoðir tungumála í útrýmingarhættu.

Byron er á Íslandi sem sendiherra lista (Arts Envoy) á vegum Mennta- og menningardeildar Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna með stuðningi frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi. Viðburðurinn er ókeypis og haldinn í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar.

Facebook viðburður HÉR

Byron Nicholai

Byron Nicholai - Tónlist frá Norðurslóðum