Skip to main content

Breski flugherinn og Eurofighter Typhoon flugvélarnar

Breski flugherinn og Eurofighter Typhoon flugvélarnar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. nóvember 2019 13:00 til 14:30
Hvar 

Háskólatorg

HT-104

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Flugmaður og verkfræðingur frá breska flughernum segja frá tækninni og verkfræðinni á bak við bresku orrustuþoturnar sem eru af gerðinni Eurofighter Typhoon. Flugvélarnar eru notaðar þegar breski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu NATO hér á landi í nóvember og desember.

Um leið gefst gestum kostur á að spyrja fyrirlesarana spurninga, þar á meðal um flugvélarnar og flugherinn almennt. Þetta er einstakt tækifæri til þess að heyra frá og ræða við sérfræðinga sem fljúga og vinna við eina af fullkomnustu flugvélum í heimi.

Fulltrúar breska flughersins segja frá tækninni og verkfræðinni á bak við bresku orrustuþoturnar sem eru af gerðinni Eurofighter Typhoon.