Skip to main content

Börn fanga - hin þöglu fórnarlömb fangelsunar

Börn fanga - hin þöglu fórnarlömb fangelsunar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. október 2022 15:00 til 17:00
Hvar 

Oddi

Oddi - 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing á vegum Félagsvísindasviðs og Umboðsmanns barna.

Á málþinginu verður kynnt ný skýrsla Umboðsmanns barna á börnum fanga á Íslandi. Tveir nemendur fengu styrki úr Nýsköpunarsjóði Rannís til að gera úttekt á félags- og lagalegri stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsi á Íslandi. Nemendurnir kynna helstu niðurstöður og á eftir verður pallborð með aðstandendum skýrslunnar.

Fyrirlesarar: Daníel Guðjónsson MA nemi í afbrotafræði og Lilja Katrín Ólafsdóttir MA í lögfræði.

Að kynningu lokinni verða pallborðsumræður með Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, Helga Gunnlaugssyni, prófessor, Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, og Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við Háskóla Íslands.

Umræðum stýrir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.


Fyrirlesarar: Daníel Guðjónsson MA nemi í afbrotafræði og Lilja Katrín Ólafsdóttir MA í lögfræði

Börn fanga - hin þöglu fórnarlömb fangelsunar