Skip to main content

Birtingamyndir smáríkja í alþjóðastjórnmálum

Birtingamyndir smáríkja í alþjóðastjórnmálum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. september 2019 12:20 til 13:30
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvernig nota ríki sjónræna framsetningu til þess að tjá sjálfsmynd sína til umheimsins? Hvernig er hún notuð til þess að tryggja þjóðernisvitund og pólitísk auðkenni, þar með talið trúarbrögð og kynvitund? 

Síðastliðinn áratug hafa sjónrænar framsetningar í auknum mæli orðið að rannsóknarefni í alþjóðasamskiptum. Í þessu erindi mun Lene Hansen ræða mikilvægi sjónrænna fræða í alþjóðasamskiptum með sérstaka áherslu á þau tækifæri og áskoranir sem smáríki standa frammi fyrir. Hún vekur athygli á því hvernig almennir borgarar geta haft áhrif á alþjóðastjórnmál dagsins í dag með sköpun og dreifingu myndefnis. Einnig mun hún ræða hvernig sjónræn framsetning efnis skapar aðferðafræðilegar áskoranir, m.a. hvernig best sé að rannsaka hvernig myndir ,,tala‘‘.

Lene Hansen er prófessor í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla

Opnunarávarp flytur Samuël Kruizinga, dósent í samtíma- og hernaðarsögu við Háskólann í Amsterdam

Pallborðsumræður:
Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Samuël Kruizinga, dósent í samtíma- og hernaðarsögu við Háskólann í Amsterdam
Yolanda Rodríguez Pérez, dósent í evrópskum bókmenntum við Háskólann í Amsterdam

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun

Hvernig nota ríki sjónræna framsetningu til þess að tjá sjálfsmynd sína til umheimsins? Hvernig er hún notuð til þess að tryggja þjóðernisvitund og pólitísk auðkenni? Í þessu erindi mun Lene Hansen ræða mikilvægi sjónrænna fræða í alþjóðasamskiptum með sérstaka áherslu á þau tækifæri og áskoranir sem smáríki standa frammi fyrir.

Birtingamyndir smáríkja í alþjóðastjórnmálum