Skip to main content

Beiting gagnreynds vinnulags í heimsfaraldri

Beiting gagnreynds vinnulags í heimsfaraldri - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. febrúar 2021 12:00 til 13:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Erindi á vegum Félagsráðgjafardeildar, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF.

Ákvarðanir í velferðarþjónustu einkennast af samspili þriggja þátta þ.e. niðurstöðum rannsókna, þörfum notenda og hugmyndafræði fagfólk með tilliti til aðstæðna og umhverfis hverju sinni. Á síðustu mánuðum hefur fagfólk innan velferðarþjónustu þurft að breyta nálgunum og aðferðum í starfi sínu með fólki vegna heimsfaraldurs. Oft hefur þurft að taka ákvarðanir sem byggja ekki á niðurstöðum rannsókna heldur viðbrögðum frá degi til dags.

Markmið þessa erindis er að fjalla um hvernig ákvarðanir voru teknar í velferðarþjónustu. Skoðaðar verða aðstæður og upplifun nemenda sem voru í starfsþjálfun í félagsráðgjöf á árið 2020 af þeim ákvörðunum sem teknar voru á starfsstað vegna sóttvarnareglna í skugga Covid 19. Í erindinu verður fjallað um könnun sem gerð var meðal nemenda sem voru í starfsþjálfun í félagsráðgjöf árið 2020 og því velt upp hvernig beita megi gagnreyndu vinnulagi í viðlíka ástandi og við lifum í dag.

Fyrirlesarar:

Hervör Alma Árnadóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ

Halldór S. Guðmundsson, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ.

Viðburður fer fram á Zoom.

Erindi á vegum Félagsráðgjafardeildar, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF. Þar sem verður fjallað um könnun sem gerð var meðal nemenda sem voru í starfsþjálfun í félagsráðgjöf árið 2020 og því velt upp hvernig beita megi gagnreyndu vinnulagi í viðlíka ástandi og við lifum í dag.

Beiting gagnreynds vinnulags í heimsfaraldri