Skip to main content

Bálkakeðjur á miðvikudögum: Sókn rafmynta og framtíðarhorfur

Bálkakeðjur á miðvikudögum: Sókn rafmynta og framtíðarhorfur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. september 2020 15:00 til 16:00
Hvar 
Nánar 
Fyrirlestrinum verður streymt

Kristján Ingi Mikaelsson flytur fyrirlesturinn Sókn rafmynta og framtíðarhorfur. Fyrirlestrinum verður streymt á slóðinni: https://eu01web.zoom.us/j/67625020703

Kristján er framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs en hann hefur í gegnum tíðina hrint af stað fjölda verkefna sem snúa m.a. að opnun gagna, eflingu lýðræðisins og auknu upplýsingaflæði í aðdraganda kosninga. Hann hefur einnig verið virkur í uppbyggingu forritunarsamfélagins og var einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar JSConf Iceland og tæknistyrktarsjóðnum Community Fund. Kristján hefur tekið virkan þátt í frumkvölastarfi hérlendis og bjó hann um tíma í Kísildalnum með nýsköpunarfyrirtækið sitt. Kristján sendi sína fyrstu Bitcoin færslu árið 2013.

Bálkakeðjur á miðvikudögum er fyrirlestrarröð með því markmiði að kafa ofan í alla anga rafmynta, frá undirliggjandi tækni til nýtingar og fjárfestinga.

Viðburður á facebook

 

Kristján Ingi Mikaelsson

Bálkakeðjur á miðvikudögum: Sókn rafmynta og framtíðarhorfur