Skip to main content

Bálkakeðjur á miðvikudögum - Greiningar á fjármagnsflæði á Uniswap staðlinum

Bálkakeðjur á miðvikudögum - Greiningar á fjármagnsflæði á Uniswap staðlinum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. september 2022 15:50 til 17:00
Hvar 

Háskólabíó, Salur 3

Nánar 
Öll velkomin

Hilmar Jónsson flytur erindið: Greiningar á fjármagnsflæði á Uniswap staðlinum.

Hilmar er með BS í rafmagns- og tölvuverkfræði og sveinspróf í rafvirkjun. Hann hefur unnið ýmis störf í rafvirkjun, gagnagreiningum og forritun fyrir Norðurál, og var síðast ráðgjafi hjá Deloitte Consulting á Íslandi 2017 til 2021.

Frá 2021 hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi með áherslu á snjallsamninga á bálkakeðjum ásamt því að vinna að stofnun fyrirtækis í þeim geira; Net3. Helstu áherslur hans eru snjallsamningar og greiningar á bálkakeðjum..

Fyrirlestur Hilmars er hluti af fyrirlestrarröðinni Bálkakeðjur á miðvikudögum. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að kafa ofan í alla anga rafmynta, frá undirliggjandi tækni til nýtingar og fjárfestinga.

Hilmar Jónsson

Bálkakeðjur á miðvikudögum - Greiningar á fjármagnsflæði á Uniswap staðlinum