Skip to main content

Auður Filippusdóttir - opinn MS fyrirlestur í Matvælafræði

Auður Filippusdóttir - opinn MS fyrirlestur í Matvælafræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. júní 2019 15:00 til 15:30
Hvar 

Matís, Vínlandsleið 14, Salur 311 Esja

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Auður Filippusdóttir

Heiti verkefnis: Skútaís. Heimaafurð úr Mývatnssveit

___________________________________________

Deild: Matvæla- og næringarfræðideild

Leiðbeinendur: Guðjón Þorkelsson og Þórarinn Egill Sveinsson

Prófdómari: Dr. Kolbrún Sveinsdóttir

Ágrip

Verkefnið snýst um að hefja smáframleiðslu á rjómaís úr hrámjólk frá sveitabænum Skútustöðum í Mývatnssveit.

Markmið verkefnisins var:

Að auka þekkingu um ísframleiðslu með því að lesa aðgengilegar upplýsingar, heimsækja ísbúðir víða um Ísland ásamt því að taka þátt í fræðilegu og verklegu námskeiði í ísgerð við Háskólann í Reading, Englandi.

Að útbúa gæðahandbók og viðskiptaáætlun fyrir „beint frá býli“ ísgerð.

Að skipuleggja og sækja um leyfi fyrir ísgerð á Skútustöðum

Að hefja þróun á einstökum ís með skyri.

Skimunartilraun var gerð á skyrís en niðurstöður sýndu að áhugaverðast væri að besta magn skyrsins í ísnum, ásamt því að nota mögulega skyrduft í staðinn fyrir hrært skyr. Höfundur komst einnig að því að annað bindi- og ýruefnin væri líklega hentugra. Tækjabúnaður spilar þó stórt hlutverk þegar kemur að ísgerð og mun höfundur því þróa uppskriftina áfram þegar hún verður komin með  almennilega ísvél og aðstöðu.