Skip to main content

Átjánda öldin: „Kínverska öldin“ í Evrópu

Átjánda öldin: „Kínverska öldin“ í Evrópu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2022 11:45 til 13:15
Hvar 

Þjóðarbókhlaða, fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ingemar Ottosson, dósent í sagnfræði við Háskólann í Lundi, flytur fyrirlestur á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa um aðdáun Evrópubúa á kínverskri menningu á 18. öld. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, fimmtudaginn 6. október kl. 11:45-13:15.

Einn merkilegur þáttur 18. aldar í Evrópu var almenn aðdáun á Kína og margvíslegum áhrifum frá kínverskri menningu, í fagurfræði sem og á öðrum sviðum. Hvers vegna gegndi Kína svo áberandi hlutverki í evrópskri siðmenningu í þá daga? Hvers vegna var þessi „chinoiserie“ loksins leyst af hólmi af öðrum straumum og má draga einhvern lærdóm af þessari sögu fyrir nútímann?

Ingemar Ottosson er dósent í sagnfræði við Háskólann í Lundi, en hann skrifaði doktorsritgerð sína þar sem fjallaði um alþjóðlegt samstarf á fjórða áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur hann gefið út mikið efni um sögu Austur-Asíu. Nýjasta verk hans, „Power and Beauty. A Journey Through 18th-century Europe“ (2022), fjallar um lista- og hugmyndastrauma á Vesturlöndum.

Allir hjartalega velkomnir.

Ingemar Ottosson

Átjánda öldin: „Kínverska öldin“ í Evrópu