Skip to main content

Ástæður skerts aðgengis að getnaðarvörnum í Malaví

Ástæður skerts aðgengis að getnaðarvörnum í Malaví - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2022 8:00 til 9:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ástæður skerts aðgengis að getnaðarvörnum í Malaví: Hvers vegna fara konur tómhentar eftir heimsókn á heilbrigðisstofnun

Aukið aðgengi að getnaðarvörnum í Afríku sunnan Sahara er lykill að viðeigandi þjónustu fyrir þá sem óska þess að stjórna barneignum sínum. Í erindinu verður rýnt í vanda malavískra kvenna sem eru sendar heim frá heilbrigðistofnun sinni án þess að hafa fengið beiðni sína um getnaðarvörn uppfyllta. Rannsóknin byggir á söfnun gagna frá 30 heilbrigðisstofnunum í þremur héruðum í Malaví. Til skoðunar er umfang þess að konur fái ekki þá getnaðarvörn sem þær óska eftir og hvers vegna það gerist, bæði frá sjónarmiði kvennanna sjálfra og heilbrigðisstarfsmanna sem veita þjónustuna.

Fyrirlesarinn Jill M. Petersons er doktorsnemi í Hnattrænum fræðum við Háskóla Íslands. Auk þess er hún rannsakandi hjá FHI 360 sem eru frjáls félagasamtök í Bandaríkjunum og víðar um heim. Hún hefur rúmlega tveggja áratuga reynslu af rannsóknum og mati og úttektum (M&E) á fjölbreyttum verkefnum, m.a. á aðgengi að getnaðarvörnum og þjónustu við þá sem eru smitaðir af alnæmisveirunni. Síðan 2010 hefur Jill búið og unnið víða í Afríku sunnan Sahara, þ.m.t. Rúanda, Senegal og Malaví. Hún hefur meistaragráðu í stjórnsýslu frá Háskólanum í Minnesota, Bandaríkjunum.

Skráning á fundinn fer fram hér.

Norrænar málstofur um hnattræna heilsu (Nordic Global Health Talks)
Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 08:00 GMT/10:00 CET getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og öllum frjáls sem hafa áhuga á viðfangsefninu og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla. Upplýsingar um málstofurnar má finna hér: https://globalhealth.ku.dk/nordic-talks/

Hver málstofa er um 45 mín, þ.e. 20-30 mín erindi og svo spurningar og umræður.

Fyrirlesarinn Jill M. Petersons er doktorsnemi í Hnattrænum fræðum við Háskóla Íslands. Auk þess er hún rannsakandi hjá FHI 360 sem eru frjáls félagasamtök í Bandaríkjunum og víðar um heim.

Ástæður skerts aðgengis að getnaðarvörnum í Malaví