Áskoranir í þjónustu við aldrað fólk í Svíþjóð | Háskóli Íslands Skip to main content

Áskoranir í þjónustu við aldrað fólk í Svíþjóð

Hvenær 
15. apríl 2019 16:00 til 16:50
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hildur Kalman, prófessor í félagsráðgjöf og dósent í vísindasögu við Umeåháskóla í Svíþjóð fjallar um berskjöldun þeirra sem eru háðir persónulegri og náinni umönnun  á borð við að klæða sig, baðast, nota snyrtinguna og þvo viðkvæma líkamshluta.

Hildur ræðir efnið í tengslum við breytingar á sænska velferðarkerfinu síðustu áratugi. Nýlegar vettvangsrannsóknir á slíkri persónulegri þjónustu sýndu að þeir sem hana önnuðust brugðust við með hlutgervingu, með því að halda fjarlægð og með kerfisbundnu vinnulagi. Þetta var gert til þess að ná jafnvægi milli nándar og þess að fólkið sem fékk þjónustuna gæti haldið virðingu sinni. Þessar niðurstöður fara á svig við fagleg viðmið og sýna hvernig það að vera háður öðrum getur veikt vald notenda.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.

Linkur á streymi:

https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=6c667746-60c0-41c5-b661-aa23008d24c7

Hildur Kalman, prófessor í félagsráðgjöf og dósent í vísindasögu við Umeåháskóla í Svíþjóð fjallar um berskjöldun þeirra sem eru háðir persónulegri og náinni umönnun  á borð við að klæða sig, baðast, nota snyrtinguna og þvo viðkvæma líkamshluta.

Áskoranir í þjónustu við aldrað fólk í Svíþjóð