Skip to main content

Árstíðabundnar sveiflur í fæðingatíðni á Íslandi frá 1850

Árstíðabundnar sveiflur í fæðingatíðni á Íslandi frá 1850 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. október 2022 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 311

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Daði Már Kristófersson, prófessor í  hagfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur á Málstofu í félags- og hagsögu sem hann nefnir „Árstíðabundnar sveiflur í fæðingatíðni á Íslandi frá 1850.“ Fyrirlesturinn fer fram í stofu 311 í Árnagarði, þriðjudaginn 4. október kl. 16:00-17:00.

Á vef Hagstofu Íslands má finna gögn um fæðingartíðni á Íslandi eftir mánuðum nær samfellt til 1853. Greining þeirra gagna sýnir verulega árstíðasveiflu. Þessi sveifla dó smám saman út á tímabilinu 1890 til 1950. Markmið málstofunnar er að leita svara við eftirfarandi spurningum:

  • Hvers vegna var þessi árstíðasveifla svona stór?
  • Hvers vegna hvarf hún?
  • Hvers vegna var hún stærri hjá börnum fæddum utan hjónabands en þeim sem fæddust innan?

Hægt er að nálgast dagskrá Málstofu í félags- og hagsögu á haustmisseri vef Sagnfræðistofnunar. Málstofan er umræðuvettvangur fyrir hvers konar efni í félags- og hagsögu á hvaða tímabili sem er. Hún er með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna rannsóknir sínar, verk í vinnslu jafnt sem útgefin verk, prófa nýjar hugmyndir og kenningar eða taka fyrri rannsóknir til gagnrýnnar skoðunar. Á eftir framsögum er gefinn góður tími til fyrirspurna og almennra umræðna. Málstofan er á vegum kennara í sagnfræði og viðskiptafræði í Háskóla Íslands og umsjón hafa sagnfræðiprófessorarnir Erla Hulda Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræði.

Daði Már Kristófersson, prófessor í  hagfræði við Háskóla Íslands.

Árstíðabundnar sveiflur í fæðingatíðni á Íslandi frá 1850