Skip to main content

Alvarlegar ógnir við netöryggi

Alvarlegar ógnir við netöryggi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. maí 2018 12:00 til 13:15
Hvar 

Oddi

O-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lagastofnun, Fulbright stofnunin og Bandaríska sendiráðið bjóða til málstofu:

Fulbright sérfræðingurinn Eileen Decker fjallar um ógnir sem steðja að netöryggi, lagaleg viðbrögð og hvaða lærdóm má draga af þeim á opnum fundi í Háskóla Íslands (Odda 101). Eileen er lögfræðingur að mennt með víðtæka reynslu, m.a. var hún aðstoðarborgarstjóri Los Angeles og var þá með heimavarnarmál á sinni könnu. Hún hefur einnig gegnt stöðu alríkissaksóknara (United States Attorney) og kennir námskeið um netöryggismál við University of Southern California.

Jill Esposito, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna, opnar fundinn. Sigurður Emil Pálsson, formaður netöryggisráðs segir nokkur orð um stöðu Íslands í netöryggismálum og Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar, flytur lokaorð. Fundarstjóri er Ása Ólafsdóttir, formaður stjórnar Lagastofnunar.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Í lok fundar verður gestum boðið upp á léttar kaffiveitingar.

Eileen Decker, Fulbright sérfræðingur 

Alvarlegar ógnir við netöryggi