Alþjóðleg ráðstefna um merkingu bókmenntatexta | Háskóli Íslands Skip to main content

Alþjóðleg ráðstefna um merkingu bókmenntatexta

Hvenær 
15. apríl 2019 13:00 til 17. apríl 2019 16:00
Hvar 

Lögberg

Nánar 
Ráðstefnan er aðeins opin skráðum þátttakendum.

Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands og Rannsóknastofa í hugrænum fræðum standa saman að áttundu alþjóðlegu ráðstefnunni um merkingarfræði bókmennta (8th Conference of the International Association of Literary Semantics (IALS)) sem fram fer í Háskóla Íslands dagana 15.-17. apríl nk.

IALS-ráðstefnan var fyrst haldin í Kent 1992 en markmið hennar er að leiða saman fræðimenn á ólíkum fræðasviðum til að kryfja merkingu bókmenntatexta með aðferðum málvísinda, bókmenntafræði, stílfræði, heimspeki og hugrænna fræða. Ráðstefnan hefur unnið sér sess sem mikilvægur vettvangur fyrir fræðimenn sem fást við merkingu bókmenntatexta en þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem ráðstefna um merkingarfræði bókmennta er haldin á Íslandi.

Á ráðstefnunni munu sex innlendir fræðimenn og framhaldsnemar halda erindi og þeir munu hitta þar fyrir tæplega 50 fræðimenn og nemendur frá a.m.k. 12 löndum.

Ráðstefnunefnd skipa Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor í íslenskri málfræði, Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum, Þórhallur Eyþórsson, prófessor í málvísindum í námsbraut ensku, og Anna Sigríður Guðfinnsdóttir Aðils, sjálfstætt starfandi fræðimaður.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vef hennar

Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands og Rannsóknastofa í hugrænum fræðum standa saman að áttundu alþjóðlegu ráðstefnunni um merkingarfræði bókmennta (8th Conference of the International Association of Literary Semantics (IALS)) sem fram fer í Háskóla Íslands dagana 15.-17. apríl nk.

Alþjóðleg ráðstefna um merkingu bókmenntatexta