Skip to main content

Alþjóðavæðing og starfsfólk HÍ

Alþjóðavæðing og starfsfólk HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. september 2018 16:00 til 17:00
Hvar 

Háskólatorg

HT300

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Casey Dinger, doktor í alþjóðlegri menntunarfræði, kynnir doktorsverkefni sitt sem fjallar um þátttöku starfsfólks Háskóla Íslands í alþjóðavæðingu (Internationalization at home). Umfjöllunarefnið er m.a. að námsefni með alþjóðlega vídd, kennslu á öðrum tungumálum (einkum ensku) og alþjóðlegt rannsóknasamstarf.  Casey byggði rannsókn sína m.a. á viðtölum við starfsfólk Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar nýtast við að (endur)skilgreina alþjóðavæðingu við Háskóla Íslands og fá betri skilning á hvernig staðið er að henni og hvernig mætti gera enn betur.

Casey Dinger starfar á alþjóðaskrifstofu Háskólana í Denver þar sem hann þróar m.a. námskrá sem leggur áherslu á fjölmenningarleg samskipti og fjölþjóðlega reynslu nemenda. Helstu rannsóknarsvið Dinger eru á sviði þvermenningarlegrar þróunar, alþjóðavæðingu námskráa og sjálfsendugjafar í menntun. Hann er með meistaragráðu í skandinavískum fræðum frá Wisconsin háskólanum og doktorspróf í alþjóðlegri menntunarfræði frá Minnesota-háskóla. Casey var Fulbright styrkþegi við Háskóla Íslands skólaárið 2005-2006.

Kynningin fer fram í stofu HT-300 og eru allir velkomnir.

Þátttaka starfsfólks Háskóla Íslands í alþjóðavæðingu heima fyrir