Skip to main content

Alþjóðatorgið

Alþjóðatorgið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2018 11:30 til 13:30
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á Alþjóðatorginu gefst nemendum kostur á að kynna sér skiptinám, starfsþjálfun og sumarnám, auk náms á eigin vegum. Fyrrum og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá Sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu. Svið og deildir háskólans og starfsfólk Skrifstofu alþjóðasamskipta verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um námsdvöl erlendis. Starfsfólk háskólans getur kynnt sér möguleika á kennara- og starfsmannaskiptum og öðrum kostum sem bjóðast innan Erasmus+.

Sem fyrr verður lífgað upp á stemninguna með tónlist og dansatriðum. Dansarar úr Kramhúsinu sýna Afródans, Bjössi Sax spilar og Rósana stígur magadans. Happdrættið verður á sínum stað þar sem nemendur eiga m.a. möguleika á að vinna flugmiða til landa í Evrópu  auk þess sem boðið verður upp á alþjóðlegt matar- og drykkjasmakk.

Nemendur sem leggja leið sína á Háskólatorg til að kynna sér þá fjölmörgu möguleika á námsdvöl erlendis sem standa þeim til boða geta unnið flugmiða til landa í Evrópu.

Alþjóðatorg 25. október