Skip to main content

Airbnb, húsnæðismarkaðurinn og íbúar Reykjavíkur

Airbnb, húsnæðismarkaðurinn og íbúar Reykjavíkur  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2019 15:00 til 16:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Anne-Cécile Mermet, sérfræðingur í borgalandfræði við Sorbonne-háskóla í París flytur fyrirlestur með titlinum: “Airbnb, húsnæðismarkaðurinn og íbúar Reykjavíkur.“

Ágrip

Á sama tíma og ferðamönnum í Reykjavík hefur fjölgað mjög hafa ný veftól til bókunar á gistingu fest sig í sessi. Þar fer fremst í flokki Airbnb, sem hefur átt þátt í gríðarlegri aukningu á heimilisgistingu. Þúsundum venjulegra íbúða hefur verið breytt í leiguhúsnæði fyrir ferðamenn. Slík þróun skapar ýmsar spurningar um lagaleg atriði, skattamál og öryggi, en ekki síst spurningar um áhrif á húsnæðismarkað þeirra staða sem taka þátt í henni. Þetta atriði er sérlega viðkvæmt í Reykjavík vegna þeirrar spennu sem er á húsnæðismarkaði í borginni. Hér eru kynntar niðurstöður rannsóknar um þetta efni. Byggt var á kenningum um „öðlun“ borgarhverfa samfara aukinni ferðamennsku. Greind voru gögn um framboð gistirýmis á Airbnb og fasteignamarkaðinn í borginni. Einnig voru tekin viðtöl við seljendur gistingar á Airbnb, sem og borgarbúa í húsnæðisleit. Rannsóknin varpar ljósi á þessa þróun og áhrif hennar á samfélag og rými í Reykjavík, ekki síst á félagslegan jöfnuð og ójöfnuð í borginni.

 Um fyrirlesarann

Anne-Cécile Mermet er háskólakennari og sérfræðingur í borgalandfræði við Sorbonne-háskóla í París. Áhugasvið hennar eru félagslegar breytingar í borgum. Hún hefur m.a. rannsakað öðlun hverfa, verslunarmynstur og verndunarmál, og hefur undanfarið skoðað sérstaklega breytingar í Reykjavík af völdum ferðamennsku. Síðan 2017 hefur hún unnið að rannsókn um áhrif Airbnb á miðborgina. Verkefnið er styrkt að hluta af Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði.

 

Anne-Cécile Mermet

Airbnb, húsnæðismarkaðurinn og íbúar Reykjavíkur